Led Matrix aðalljósin og átthyrnda grillið gefa Superb Combi glæsilega töfrandið útlit.
Þaklínan og afturvængurinn draga úr loftmótstöðu og gefa Superb Combi einstakt útlit.
Nútímaleg og kraftleg hönnunin inniheldur silfraða þakboga og allt að 19“ felgur.
Mjó LED afturljós með dýnamískum stefnuljósum og nýja Škoda merkið setja sterkan svip á afturenda Superb Combi.
Bentu á þann sem að þér þykir bestur
Meginástæður til að velja Škoda
Einstaklega snjallt og rúmgott innanrými
Superb Combi er þekktur fyrir rúmgott innanrými og stórt farangursrými. Í bland við nýjustu tækni, fjölmargar nýstárlegar lausnir og margvíslega tengimöguleika er Superb Combi traustur félagi sem þú getur reitt þig á, hvort sem þú ert á leið í viðskiptafund eða í fjölskylduferð.
Sterk og nútímaleg hönnun
Sterkar og skarpar línur ásamt mjóum framljósum, dökkmöttu krómi og allt að 19" felgum gera Superb Combi að flaggskipi Škoda.
Fyrsta flokks þægindi við allar aðstæður
Þú þarft ekki að ferðast með flugvél til að upplifa fyrsta flokks þægindi. Upphituð og loftkæld nuddstæði, þriggja svæða loftkæling og fjölmargir aðrir þægindaeiginleikar skapa einstaka akstursupplifun.
Öryggi þitt er í forgangi
Við gerum engar málamiðlanir þegar kemur að öryggi. Akstursaðstoðarkerfi Superb Combi passa upp á öryggi farþega og hjálpa t.d. til við að koma í veg fyrir árekstra við aðra vegfarendur. Ef slys er óhjákvæmilegt eru farþegar varðir með allt að 10 loftpúðum.
Framúrskarandi tækni
Þú þarft ekki að vera mikill aðdáandi nútímatækni til að njóta alls sem hún hefur upp á að bjóða. Superb Combi er fullur af nýjustu tæknilausnum og þú munt upplifa ávinninginn í hvert sinn sem þú sest undir stýri.
Meira pláss þegar þú þarft
Með aftursætin uppi er 690 lítra farangursrými og pláss fyrir 5 farþega.
Ef þú þarft að koma fyrir stærri hlutum þá einfaldlega fellir þú niður 60:40 skiptu aftursætin.
Með því að fella niður aftursætin er hægt að stækka farangursrýmið í 1.920 lítra.
Rúma farangursrýmið tekur auðveldlega á móti öllu því sem þú vilt taka með þér í ferðalagið.
Uppgefin verð í verðlista og á vef eru gildandi verð, fyrir viðeigandi gerð og útfærslu á þeim tíma sem upplýsingarnar eru settar fram. Við reynum eftir fremsta megni að tryggja nákvæmni útgefinna upplýsinga, verðs og mynda í prentuðum bæklingum/verðlistum og samsvarandi vefgögnum. Gerður er fyrirvari um mögulegar villur í prentuðum upplýsingum og upplýsingum á vef. Myndir eru til viðmiðunar og geta sýnt búnað sem ekki fylgir.
2
Upplýsingar um útblástur CO2 og eldsneytisnotkun eru fengnar með prófunum samkvæmt WLTP prófunaraðferðinni. Niðurstöður eru fengnar með staðlaðri prófun og útgefnar tölur hugsaðar til samanburðar milli mismunandi bifreiða. Notkun eldsneytis getur vikið frá uppgefnum tölum við akstur við aðrar aðstæður en þær sem ríkja í hinni stöðluðu WLTP prófun, og/eða ef aukabúnaður he