Með MyŠKODA forritinu hefur þú bílinn alltaf undir þinni stjórn.

Þú hefur alltaf aðgang að mikilvægum eiginleikum í bílnum, hvar sem er og hvenær sem er, í gegnum snjallsímann þinn. MyŠKODA forritið styður einnig tengingu bílsins við SmartLink+ viðmótið og aðrar stafrænar þjónustur, t.d. handbækur og aðrar bíltengdar þjónustur.

EIGINLEIKAR

ŠKODA CONNECT

Þetta app er þín gátt að gagnlegum eiginleikum og þjónustum. Þú getur til dæmis með réttum búnaði og virkjuðum pökkum:

  • Lært að lesa hleðslustöðuna á rafhlöðunni í rafbíl eða tvinnbíl.
  • Birt staðsetningu bílsins þar sem honum er lagt ef þú manst ekki hvar það var.
  • Fundið bílinn í þéttlögðu bílastæðarými með því að láta hann blikka ljósum og flauta.
  • Birt tilkynningar um lága stöðu á olíu og rúðuvökva, sem og önnur skilaboð.
  • Ákvarðað hvað langt þú getur ekið miðað við eldsneytið á tanknum.
  • Virkjað eða afvirkjað utanáliggjandi hitara, loftkælingu eða loftræstingu.
  • Skipulagt ferðina þína eða notað eiginleika til að finna fljótt bílastæði í nágrenninu.
  • Birt tilkynningar þegar þú ferð yfir hraðamörkin sem þú hefur forstillt.
  • Fundið upplýsingar um hvenær bíllinn er að fara út úr og inn á forskráð svæði á korti.
  • Birt aksturstölfræði á borð við eldsneytisnotkun, ekna vegalengd og lengd ferðar.
  • Skipulagt leiðir á fundi í dagbókinni þinni.

SMARTLINK+

Hjálpar þér til að skoða gagnlegar akstursupplýsingar beint á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins. Þú einfaldlega tengir símann þinn við bílinn og þá getur þú til dæmis:

  • Birt nýjar akstursupplýsingar á meðan ferðinni stendur. Þú getur líka fengið upplýsingar um hvað mikið eldsneyti er eftir, vegalengdina sem farin hefur farið og hvað það er langt þar til þú þarft að fara með bílinn í smurningu eða skoðun.
  • Fáðu upp akstursdagbókina og þá geturðu auðveldlega skráð ferðina í smáatriðum, vistað upplýsingar um tegund ferðar, leiðina, dagsetningu, lengd, stoppin á leiðinni, hámarkshraða þinn í ferðinni, sem og hámarks snúningafjölda. Þú getur einnig sett inn myndir sem tengjast ferðinni, t.d. af kvittun fyrir eldsneytiskaupum eða aðrar gagnlegar myndir.
  • Sýnt rauntíma upplýsingar um afköst vélarinnar eða skilvirkni í ferðinni.
  • Séð hvort einhverja galla er að finna sem kerfi bílsins hefur gert viðvart um.
  • Birt tengiliðaupplýsingar um þjónustuveitanda þinn og hvenær það er opið hjá honum.

AÐRIR EIGINLEIKAR OG ÞJÓNUSTUR

Appið býður líka upp á nokkra áhugaverða eiginleika jafnvel þó að þú sért á bíl sem er ekki með tengiþjónustur. Þú getur til dæmis:

  • Útbúið þjónustubeiðni fyrir bílinn og sent hana í tölvupósti til samstarfsaðila Škoda að þínu vali.
  • Flett í gegnum handbók bílsins á netinu og þá hefurðu gagnlegar upplýsingar alltaf við höndina.

SÆKJA ÓKEYPIS

Settu upp MyŠKODA appið og vertu hluti af stafrænum heimi okkar!

Þú færð fleiri gagnlegar upplýsingar um ŠKODA Connect þjónustur og virkni þeirra á: