Rétt eins og tölvan þín eða snjallsíminn þinn er bíllinn þinn með innbyggðan hugbúnað. OTA-uppfærslur tryggja að hugbúnaðurinn í bílnum sé uppfærður í gegnum nettengingu í bílnum. Uppfærslurnar eru hannaðar til að bæta stjórn á bílnum og frammistöðu hans, í þeim geta verið nýir eiginleikar og ný virkni.
Það er mikilvægt að viðhalda hugbúnaði bílsins. Uppfærslur sem eru fjarstýrðar eða „over the air“ eru hraðar, þægilegar og tímasparandi.
Í rafbílum er uppfærslum hlaðið niður sjálfvirkt í bakgrunninum á meðan bíllinn er í notkun. Til að uppfærslan verði þægilegri mælum við með því að hún sé sett af stað aftur eftir að þú ert komin(n) heim eða hefur lagt bílnum.
Nei, jafnvel eftir að niðurhali er lokið þarf samt áfram jafnöfluga nettengingu og fyrir uppfærsluna sjálfa. Til dæmis er ekki víst að uppsetningin virki ef bílnum er lagt í bílastæðakjallara. Gagnatenging er nauðsynleg.
Háspennurafhlaðan þarf að vera með a.m.k. 50% hleðslu til að hægt sé að ræsa uppfærsluna.
Nei, ekki er hægt að hlaða bílinn á meðan uppsetningu stendur. Vinsamlega hættu að hlaða (ef þú ert að því) og byrjaðu síðan á uppsetningu uppfærslunnar. Til að OTA-uppfærsla heppnist skaltu gæta þess að hleðsla á bílnum sé að lágmarki 50%.
Nei, en þú getur frestað uppfærslu. Til að gera það skaltu pikka á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins eftir að þú hefur sett af stað uppsetningu uppfærslunnar. Ef þú skiptir um skoðun getur þú alltaf byrjað uppfærsluna í gegnum Goodbye-skjáinn.
Slökktu á bílnum og þá sérðu tilkynninguna á Goodbye-skjánum.
Ef OTA-uppfærslan er enn tiltæk þá færðu tilkynningu í bílinn um að byrja aftur á uppsetningunni. Ef ekki skaltu hafa samband við Infoline með i-hnappinum í þakeiningunni eða leita ráða hjá söluaðila Škoda.
Uppfærslur koma í skömmtun til allra bíla í notkun. Þú færð tilkynningu í bílinn um leið og uppfærsla fyrir þinn bíl er tilbúin.
Fyrir Enyaq iV verður sagt frá nýjum eiginleikum í Release Notes. Þessar upplýsingar verða tiltækar í „Further Information“ á skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins fyrir og eftir uppfærsluna.
Stundum bæta OTA-uppfærslur bara bakgrunnsvirkni og -kerfi.
Nei, OTA-uppfærslur eru gjaldfrjálsar fyrir alla viðskiptavini okkar.
Nei, ábyrgðin er áfram í gildi.
Til að ljúka við OTA-uppfærslu þarf Škoda að fá auðkennisnúmer bílsins (VIN), tengi- og hugbúnaðarstöðu bílsins, og samþykki fyrir því að hlaða niður og setja upp hugbúnaðinn í bílnum. Engum persónuupplýsingum er safnað né þær vistaðar af hálfu Škoda fyrir þetta ferli.
Škoda notar þessar upplýsingar:
(a) til að tryggja að hugbúnaðinum sér rétt hlaðið niður og uppsetningin hafi heppnast;
(b) til að halda skrá yfir hugbúnað sem tengdur er bílnum sem hefur verið settur upp; og
(c) til að skrá samþykki aðalnotanda fyrir því að OTA-uppfærsla haldi áfram.
Škoda notar þessi gögn í samræmi við þetta friðhelgisyfirslýsingu: https://www.skoda-auto.com/other/personal-data