HEKLA

HEKLA er umboðsaðili Skoda og selur nýja og notaða Skoda bíl. HEKLA býður uppá alhliðar bifreiðaþjónustu allt frá orginal varahlutum, smurþjónustu til eins best búna bifreiðaverkstæðis landsins. HEKLA er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig i sölu og þjónustu á bílum með það að leiðarljósi að veita úrvals þjónustu og ráðgjöf. Einnig er HEKLA Notaðir Bílar staðsett á Kletthálsi 13 og býður uppá úrval nýlegra og notaðra bíla. HEKLA starfar undir leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Vegagerðinni.

ŠKODA

Í meira en heila öld hefur vöxtur Mladá Boleslav og Skoda haldist í hendur. Skoda Auto hefur lagt undir sig nærri þriðjung af landrými borgarinnar og er órjúfanlegur hluti hennar í meira en 100 ár.

Stærsti hluti framleiðslunnar hefur smám saman verið fluttur í nýrri hluta verksmiðjunnar. Upprunaleg bygging gömlu verksmiðjunnar hefur að mestu haldið sínu upphaflega útliti, er nú á jaðri verksmiðjusvæðisins og myndar samskiptahlið milli bílaframleiðandans og borgina allt í kring.

Nýjustu fréttir

ŠKODA Framleiðslustöðvar

Saga ŠKODA

Í byrjun desember 1895 hóf vélsmiðurinn Václav Laurin og bóksalinn Václav Klement, sem báðir voru forfallnir áhugamenn um hjólreiðar, framleiðslu á reiðhjólum eftir eigin teikningum. Í andrúmslofti þjóðerniskenndar sem ríkti undir lok 19. aldar fengu reiðhjólin hið þjóðlega nafn Slavia. Fáeinum árum síðar, árið 1899, hóf fyrirtækið Laurin & Klement Co. framleiðslu mótorhjóla.